ESET Online Scanner – Efnisyfirlit

Fjarlægja

ESET Online Scanner er ekki sett upp í kerfinu þínu í dæmigerðu uppsetningarferli heldur er það afþjappað og keyrt síðan.

Tveir möguleikar standa til boða tl að fjarlægja ESET Online Scanner úr kerfinu:

1.Þegar ESET Online Scanner er keyrt í fyrsta skipti velur þú Eyða forritsgögnum við lokun í gátreitnum í þakkarglugganum.

2.Þegar þú opnar ESET Online Scanner næst, í Stillingaglugganum velur þú gátreitinn Eyða forritsgögnum við lokun.

Sumir hlutir eru fjarlægðir úr kerfinu eftir endurræsingu (svo sem ESET Online Scanner á upphafsvalmyndinni).