ESET Hjálp á netinu

Leita Íslenska
Velja efni

Bætt upplifun viðskiptavina

Með því að taka þátt í bættri upplifun viðskiptavina lætur þú ESET í té nafnlausar upplýsingar um notkun á vörunum okkar. Frekari upplýsingar um gagnavinnslu eru aðgengilegar í persónuverndarstefnu okkar.

Samþykki þitt

Þátttaka í verkefninu er af frjálsum vilja og byggist á þínu samþykki. Eftir að hafa skráð sig inn þá er þátttakan óvirk sem þýðir að þú þarft ekki að gera neitt fleira. Þú getur afturkallað samþykki þitt með því að breyta stillingum vörunnar hvenær sem er. Sú aðgerð hindrar frekari vinnslu okkar á nafnlausum gögnum frá þér.

Hvers konar upplýsingum söfnum við?

Gögn um gagnverkun við vöruna

Þessar upplýsingar segja okkur meira um hvernig vörurnar okkar eru notaðar. Þökk sé þeim þá vitum við til dæmis hvaða virkni er oftast notuð, hvaða stillingum notendur breyta eða hve miklum tíma þeir verja í notkun á vörunni.

Gögn um tæki

Við söfnum þessum upplýsingum til að öðlast skilning á hvar og í hvaða tækjum vörurnar okkar eru notaðar. Dæmigerð tilvik eru tegund, land og útgáfa tækis og nafnið á stýrikerfinu.

Villugreiningargögn

Upplýsingum um villur og hrun er einnig safnað. Til dæmis hvaða villur hafa komið fyrir og hvaða aðgerðir leiddu til þeirra.

Hvers vegna söfnum við þessum upplýsingum?

Þessar nafnlausu upplýsingar gefa okkur tækifæri til að bæta vörurnar okkar fyrir þig, notanda okkar. Þær hjálpa okkur að gera vörurnar mikilvægar, auðveldar í notkun og eins gallalausar og mögulegt er.

Hver ræður yfir upplýsingunum?

ESET, spol. s r.o. er eini stjórnandi þeirra gagna sem safnað er með þessu verkefni. Upplýsingunum er ekki deilt með þriðju aðilum.