Reglubundin skönnun
ESET Online Scanner (EOS) býður upp á aðra tegund skönnunar sem getur skannað tölvuna reglubundið án endurgjalds. Í henni felst fljótleg athugun á kerfishlutum sem eiga það til að sýkjast. Skönnunin fer sjálfkrafa í gang og þú færð tilkynningu um hana.
Til að kveikja á reglubundinni skönnun þarf að keyra EOS með stjórnandaréttindum. Tvær leiðir eru til að kveikja á þessum eiginleika:
I.Að lokinni frumskönnun kerfisins sýnir næsta skjámynd tímann fyrir næstu skönnun og tengil til að breyta áætlun reglubundinnar skönnunar.
II.Við frumskönnun er Eyða forritsgögnum við lokun ekki valið og ESET Online Scanner er keyrt aftur.
Í Stillingar reglubundinnar skönnunar:
1.Þegar þú hefur kveikt á eiginleikanum velurðu dag og tíma fyrir mánaðarlega skönnun.
2.Smelltu á Greining á forritum sem gætu verið óæskileg til að kveikja eða slökkva á stillingunni eða opnaðu Ítarlegar stillingar til að breyta eftirfarandi valkostum:
•Greina grunsamleg forrit
•Greina forrit sem gætu verið óörugg (Forrit sem gætu verið óörugg)
•Skanna söfn
3.Smelltu á
táknið til að fara aftur í Stillingar reglubundinnar skönnunar.
4.Smelltu á Vista.